À propos de la propriété intellectuelle Formation en propriété intellectuelle Respect de la propriété intellectuelle Sensibilisation à la propriété intellectuelle La propriété intellectuelle pour… Propriété intellectuelle et… Propriété intellectuelle et… Information relative aux brevets et à la technologie Information en matière de marques Information en matière de dessins et modèles industriels Information en matière d’indications géographiques Information en matière de protection des obtentions végétales (UPOV) Lois, traités et jugements dans le domaine de la propriété intellectuelle Ressources relatives à la propriété intellectuelle Rapports sur la propriété intellectuelle Protection des brevets Protection des marques Protection des dessins et modèles industriels Protection des indications géographiques Protection des obtentions végétales (UPOV) Règlement extrajudiciaire des litiges Solutions opérationnelles à l’intention des offices de propriété intellectuelle Paiement de services de propriété intellectuelle Décisions et négociations Coopération en matière de développement Appui à l’innovation Partenariats public-privé Outils et services en matière d’intelligence artificielle L’Organisation Travailler avec nous Responsabilité Brevets Marques Dessins et modèles industriels Indications géographiques Droit d’auteur Secrets d’affaires Académie de l’OMPI Ateliers et séminaires Application des droits de propriété intellectuelle WIPO ALERT Sensibilisation Journée mondiale de la propriété intellectuelle Magazine de l’OMPI Études de cas et exemples de réussite Actualités dans le domaine de la propriété intellectuelle Prix de l’OMPI Entreprises Universités Peuples autochtones Instances judiciaires Ressources génétiques, savoirs traditionnels et expressions culturelles traditionnelles Économie Égalité des genres Santé mondiale Changement climatique Politique en matière de concurrence Objectifs de développement durable Technologies de pointe Applications mobiles Sport Tourisme PATENTSCOPE Analyse de brevets Classification internationale des brevets Programme ARDI – Recherche pour l’innovation Programme ASPI – Information spécialisée en matière de brevets Base de données mondiale sur les marques Madrid Monitor Base de données Article 6ter Express Classification de Nice Classification de Vienne Base de données mondiale sur les dessins et modèles Bulletin des dessins et modèles internationaux Base de données Hague Express Classification de Locarno Base de données Lisbon Express Base de données mondiale sur les marques relative aux indications géographiques Base de données PLUTO sur les variétés végétales Base de données GENIE Traités administrés par l’OMPI WIPO Lex – lois, traités et jugements en matière de propriété intellectuelle Normes de l’OMPI Statistiques de propriété intellectuelle WIPO Pearl (Terminologie) Publications de l’OMPI Profils nationaux Centre de connaissances de l’OMPI Série de rapports de l’OMPI consacrés aux tendances technologiques Indice mondial de l’innovation Rapport sur la propriété intellectuelle dans le monde PCT – Le système international des brevets ePCT Budapest – Le système international de dépôt des micro-organismes Madrid – Le système international des marques eMadrid Article 6ter (armoiries, drapeaux, emblèmes nationaux) La Haye – Le système international des dessins et modèles industriels eHague Lisbonne – Le système d’enregistrement international des indications géographiques eLisbon UPOV PRISMA UPOV e-PVP Administration UPOV e-PVP DUS Exchange Médiation Arbitrage Procédure d’expertise Litiges relatifs aux noms de domaine Accès centralisé aux résultats de la recherche et de l’examen (WIPO CASE) Service d’accès numérique aux documents de priorité (DAS) WIPO Pay Compte courant auprès de l’OMPI Assemblées de l’OMPI Comités permanents Calendrier des réunions WIPO Webcast Documents officiels de l’OMPI Plan d’action de l’OMPI pour le développement Assistance technique Institutions de formation en matière de propriété intellectuelle Mesures d’appui concernant la COVID-19 Stratégies nationales de propriété intellectuelle Assistance en matière d’élaboration des politiques et de formulation de la législation Pôle de coopération Centres d’appui à la technologie et à l’innovation (CATI) Transfert de technologie Programme d’aide aux inventeurs WIPO GREEN Initiative PAT-INFORMED de l’OMPI Consortium pour des livres accessibles L’OMPI pour les créateurs WIPO Translate Speech-to-Text Assistant de classification États membres Observateurs Directeur général Activités par unité administrative Bureaux extérieurs Avis de vacance d’emploi Achats Résultats et budget Rapports financiers Audit et supervision
Arabic English Spanish French Russian Chinese
Lois Traités Jugements Parcourir par ressort juridique

Islande

IS090

Retour

Lög um breytingu á samkeppnislögum, nr. 44/2005, með síðari breytingum

 C:\Documentum\Checkout\1233-log-0384.wpd

Lög um breytingu á samkeppnislögum, nr. 44/2005, með síðari breytingum.

1. gr. 7. og 11. tölul. 1. mgr. 4. gr. laganna falla brott.

2. gr. 17. gr. laganna orðast svo: Samruni telst hafa átt sér stað þegar breyting verður á yfirráðum til frambúðar:

a. vegna samruna tveggja eða fleiri fyrirtækja eða hluta úr fyrirtækjum sem áður störfuðu sjálfstætt,

b. þegar fyrirtæki tekur yfir annað fyrirtæki, c. vegna þess að einn eða fleiri aðilar, sem þegar hafa yfirráð yfir a.m.k. einu fyrirtæki, eða

eitt eða fleiri fyrirtæki ná beinum eða óbeinum yfirráðum, í heild eða að hluta, yfir einu eða fleiri fyrirtækjum til viðbótar með því að kaupa verðbréf eða eignir, með samningi eða öðrum hætti,

d. með stofnun fyrirtækis um sameiginlegt verkefni sem gegnir til frambúðar allri starfsemi sjálfstæðrar efnahagseiningar.

Yfirráð skv. 1. mgr. skapast af rétti, með samningum eða með einhverjum öðrum hætti sem annaðhvort sérstaklega eða samanlagt, og með hliðsjón af staðreyndum eða lagalegum atriðum sem við eiga, gerir aðila kleift að hafa afgerandi áhrif á fyrirtæki, einkum með: a. eignarhaldi eða rétti til að nota eignir fyrirtækis, allar eða að hluta, b. rétti eða samningum sem veita afgerandi áhrif á samsetningu, atkvæðagreiðslu eða

ákvarðanir stofnana fyrirtækis. Yfirráð öðlast aðilar sem:

a. eru rétthafar eða eiga tilkall til réttar samkvæmt samningum þar að lútandi, eða b. þrátt fyrir að vera ekki handhafar slíks réttar eða eiga ekki tilkall til réttar samkvæmt

slíkum samningum hafa möguleika til að beita slíkum réttindum.

2

3. gr. Á eftir 17. gr. laganna koma fimm nýjar greinar, 17. gr. a – 17. gr. e, svohljóðandi:

a. (17. gr. a.) Tilkynna skal um samruna sem uppfyllir eftirfarandi skilyrði:

a. Sameiginleg heildarvelta viðkomandi fyrirtækja er 2 milljarðar kr. eða meira á Íslandi, og

b. að minnsta kosti tvö af þeim fyrirtækjum sem aðild eiga að samrunanum hafa a.m.k. 200 millj. kr. ársveltu á Íslandi hvert um sig.

Telja skal með veltu skv. 1. mgr. veltu móður- og dótturfélaga, fyrirtækja innan sömu fyrirtækjasamstæðu og fyrirtækja sem aðilar samrunans hafa bein eða óbein yfirráð yfir.

Tilkynna skal Samkeppniseftirlitinu um samruna áður en hann kemur til framkvæmda en eftir að samningur um hann er gerður, tilkynnt er opinberlega um yfirtökuboð eða yfirráða í fyrirtæki er aflað. Samruni sem fellur undir ákvæði laga þessara skal ekki koma til fram- kvæmda á meðan Samkeppniseftirlitið fjallar um hann.

Samkeppniseftirlitið getur samkvæmt beiðni veitt undanþágu frá því að samruni komi ekki til framkvæmda á meðan Samkeppniseftirlitið fjallar um hann, enda sé sýnt fram á að tafir á framkvæmd samrunans geti skaðað viðkomandi fyrirtæki eða viðskiptaaðila þess og að samkeppni sé stefnt í hættu. Beiðnin skal vera skrifleg og rökstudd. Undanþágu er heimilt að binda skilyrðum í þeim tilgangi að tryggja virka samkeppni.

Í tilkynningu um samruna skal veita upplýsingar um hann, þau fyrirtæki sem honum tengj- ast, um viðkomandi markaði og um önnur nauðsynleg atriði við athugun á samkeppnislegum áhrifum samrunans. Samkeppniseftirlitið setur reglur þar sem nánar eru tilgreindar þær upp- lýsingar sem fram verða að koma í tilkynningu.

Heimilt er að tilkynna samruna með styttri tilkynningu þegar eitt af eftirfarandi skilyrðum er uppfyllt: a. Þeir markaðir þar sem áhrifa samrunans gætir eru ekki tengdir. b. Tveir eða fleiri aðilar samrunans starfa á sama vöru- og landfræðilega markaði (láréttur

samruni) og markaðshlutdeild þeirra samanlagt er minni en 20%. c. Tveir eða fleiri aðilar samrunans starfa á vörumörkuðum sem eru á efra eða neðra

sölustigi miðað við markað þar sem annar aðili samrunans starfar (lóðréttur samruni) og markaðshlutdeild hvers þeirra eða samanlögð markaðshlutdeild þeirra er minni en 30%.

d. Um er að ræða samruna í skilningi d-liðar 1. mgr. 17. gr. sem hefur takmörkuð áhrif hér á landi.

e. Aðili sem hafði yfirráð yfir fyrirtæki ásamt öðrum nær fullum yfirráðum yfir því. Styttri tilkynningu skulu fylgja eftirfarandi upplýsingar:

a. Yfirlit yfir þau fyrirtæki sem samrunaaðilar hafa bein eða óbein yfirráð yfir. b. Lýsing á þeim vöru- eða þjónustumörkuðum og landfræðilegu mörkuðum sem sam-

runinn hefur áhrif á og rökstutt mat á markaðshlutdeild viðkomandi fyrirtækja á þeim mörkuðum.

c. Rökstutt mat á samkeppnislegum áhrifum samrunans. d. Afrit af öllum samningum og öðrum gerningum sem liggja til grundvallar samrunanum

ásamt afriti af ársreikningum þeirra fyrirtækja sem eru aðilar samrunans.

3

b. (17. gr. b.) Ef um er að ræða samruna í skilningi a-liðar 1. mgr. 17. gr. eða öflun sameiginlegra yfir-

ráða í skilningi c-liðar sömu málsgreinar skulu aðilar samrunans eða þeir sem ná sameigin- lega yfirráðum, eftir því sem við á, ganga sameiginlega frá tilkynningu um samrunann.

Eignist fyrirtæki ráðandi hlut í öðru fyrirtæki skal fyrirtækið sem stóð að yfirtökunni ganga frá tilkynningu um samruna. Sé um yfirtökuboð í fyrirtæki að ræða skal bjóðandi ganga frá tilkynningu.

Telji Samkeppniseftirlitið verulegar líkur á að samruni, sem þegar hefur átt sér stað og uppfyllir ekki skilyrði a- og b-liðar 1. mgr. 17. gr. a, geti dregið umtalsvert úr virkri sam- keppni er stofnuninni heimilt að krefja samrunaaðila um tilkynningu um samrunann ef sam- eiginleg heildarvelta viðkomandi fyrirtækja er meiri en einn milljarður króna á ári. Eftir að krafa hefur verið sett fram byrjar frestur skv. 17. gr. d að líða fyrsta virka dag eftir að Sam- keppniseftirlitinu berst tilkynning sem uppfyllir skilyrði 17. gr. a og reglna sem settar eru samkvæmt ákvæðinu.

Ef aðilar samruna sem uppfyllir ekki skilyrði a- og b-liðar 1. mgr. 17. gr. a greina Sam- keppniseftirlitinu frá því skriflega að samruninn hafi átt sér stað skal Samkeppniseftirlitið innan 15 virkra daga ákveða hvort beita skuli heimild skv. 3. mgr.

Um málsmeðferð og heimildir Samkeppniseftirlitsins til íhlutunar vegna samruna sem krafist er tilkynningar um fer að öðru leyti eftir ákvæðum 17. gr. a – 17. gr. e.

c. (17. gr. c.) Telji Samkeppniseftirlitið að samruni hindri virka samkeppni með því að markaðsráðandi

staða eins eða fleiri fyrirtækja verði til eða slík staða styrkist, eða verði til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti, getur stofnunin ógilt samruna. Jafnframt skal við mat á lögmæti samruna taka tillit til tækni- og efnahagsframfara að því tilskildu að þær séu neytendum til hagsbóta og hindri ekki samkeppni. Samkeppniseftirlitið getur einnig sett slíkum samruna skilyrði sem verður að uppfylla innan tilskilins tíma. Við mat á lögmæti samruna skal Samkeppniseftirlitið taka tillit til þess að hvaða marki alþjóðleg samkeppni hefur áhrif á samkeppnisstöðu hins sameinaða fyrirtækis. Enn fremur skal við mat á lögmæti samruna taka tillit til þess hvort markaður er opinn eða aðgangur að honum er hindraður.

d. (17. gr. d.) Samkeppniseftirlitið skal innan 25 virkra daga tilkynna þeim aðila sem sent hefur stofn-

uninni samrunatilkynningu ef hún telur ástæðu til frekari rannsóknar á samkeppnislegum áhrifum samruna. Frestur þessi byrjar að líða fyrsta virka dag eftir að Samkeppniseftirlitinu barst tilkynning sem uppfyllir skilyrði 6. mgr. 17. gr. a og reglna sem settar eru samkvæmt ákvæðinu. Berist tilkynning frá Samkeppniseftirlitinu skv. 1. málsl. ekki innan tilskilins frests getur Samkeppniseftirlitið ekki ógilt samrunann. Ákvörðun um ógildingu samruna skal taka eigi síðar en 70 virkum dögum eftir að tilkynning skv. 1. málsl. hefur verið send þeim aðila sem tilkynnti um samruna. Ef nauðsynlegt er að afla frekari upplýsinga er Samkeppnis- eftirlitinu heimilt að framlengja þennan frest um allt að 20 virka daga.

Berist styttri samrunatilkynning getur Samkeppniseftirlitið innan 15 virkra daga frá mót- töku hennar krafist lengri tilkynningar ef skilyrði 6. mgr. 17. gr. a eru ekki uppfyllt eða slíkt þykir nauðsynlegt til að meta samkeppnisleg áhrif samrunans. Í slíkum tilvikum byrjar frest- ur skv. 1. mgr. að líða þegar lengri tilkynning berst.

4

Taki Samkeppniseftirlitið ekki ákvörðun um ógildingu samruna eða setningu skilyrða fyrir samruna innan fresta samkvæmt þessari grein getur stofnunin hvorki ógilt samrunann né sett honum skilyrði.

e. (17. gr. e.) Ákveði Samkeppniseftirlitið að hafna samruna getur stofnunin, samhliða ákvörðun á

grundvelli 17. gr. c eða með sérstakri ákvörðun, mælt fyrir um að fyrirtæki eða eignir sem sameinaðar hafa verið verði aðskildar eða sameiginlegri stjórn hætt eða að gripið verði til annarra viðeigandi aðgerða til að skapa að nýju skilyrði fyrir virkri samkeppni.

Ef áfrýjunarnefnd samkeppnismála eða dómstóll ógildir ákvörðun um höfnun samruna eða um setningu skilyrða fyrir samruna vegna formgalla á málsmeðferð er Samkeppniseftirlitinu heimilt að taka samrunann til skoðunar að nýju. Ef breytingar hafa orðið á markaðsaðstæðum skulu tilkynnendur þegar í stað afhenda Samkeppniseftirlitinu nýja samrunatilkynningu. Hafi engar slíkar breytingar orðið skulu þeir gera Samkeppniseftirlitinu grein fyrir því án tafar. Samkeppniseftirlitið skal taka ákvörðun um höfnun samruna eða setningu skilyrða fyrir samruna í máli sem hefur verið endurupptekið eigi síðar en 30 virkum dögum eftir að endan- leg niðurstaða liggur fyrir um ógildingu ákvörðunar stofnunarinnar.

Hafi Samkeppniseftirlitið komist að þeirri niðurstöðu að samruni hafi ekki raskað sam- keppni eða heimilað samruna með setningu skilyrða getur Samkeppniseftirlitið afturkallað slíka ákvörðun ef: a. ákvörðunin er byggð á röngum upplýsingum sem einhver samrunaaðila ber ábyrgð á eða

þegar hún er fengin fram með blekkingum eða b. hlutaðeigandi fyrirtæki brjóta gegn skilyrðum sem samruna hafa verið sett.

Ef ákvörðun er afturkölluð skv. 3. mgr. skal Samkeppniseftirlitið leggja að nýju mat á viðkomandi samruna og beita heimildum 17. gr. c ef þurfa þykir. Ákvæði laganna um máls- meðferð og tímafresti gilda ekki í slíku máli.

4. gr. 17. gr. a laganna verður 17. gr. f.

5. gr. Á eftir orðunum „17. gr.“ í 17. gr. a og 29. gr. laganna kemur: og 17. gr. a – 17. gr. e.

6. gr. Á eftir orðunum „17. gr.“ í 4. mgr. 26. gr. laganna kemur: eða 17. gr. a – 17. gr. e.

7. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 37. gr. laganna:

a. Orðið „íhlutun“ í f-lið 1. mgr. fellur brott. b. Í stað orðanna „1., 5. og 6. mgr. 17. gr.“ í f-lið 1. mgr. kemur: 4. mgr. 17. gr. a, 17. gr.

c og 1. mgr. 17. gr. e. c. G-liður 1. mgr. orðast svo: banni við að samruni komi til framkvæmda og tilkynningar-

skyldu skv. 17. gr. a, 3. mgr. 17. gr. b og 2. mgr. 17. gr. e. d. Í stað orðanna „17. gr. a“ í h-lið 1. mgr. kemur: 17. gr. f.

5

8. gr. Í stað orðanna „17. gr.“ í 1. mgr. 43. gr. laganna kemur: 17. gr. c.

9. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 29. maí 2008.