عن الملكية الفكرية التدريب في مجال الملكية الفكرية إذكاء الاحترام للملكية الفكرية التوعية بالملكية الفكرية الملكية الفكرية لفائدة… الملكية الفكرية و… الملكية الفكرية في… معلومات البراءات والتكنولوجيا معلومات العلامات التجارية معلومات التصاميم الصناعية معلومات المؤشرات الجغرافية معلومات الأصناف النباتية (الأوبوف) القوانين والمعاهدات والأحكام القضائية المتعلقة بالملكية الفكرية مراجع الملكية الفكرية تقارير الملكية الفكرية حماية البراءات حماية العلامات التجارية حماية التصاميم الصناعية حماية المؤشرات الجغرافية حماية الأصناف النباتية (الأوبوف) تسوية المنازعات المتعلقة بالملكية الفكرية حلول الأعمال التجارية لمكاتب الملكية الفكرية دفع ثمن خدمات الملكية الفكرية هيئات صنع القرار والتفاوض التعاون التنموي دعم الابتكار الشراكات بين القطاعين العام والخاص أدوات وخدمات الذكاء الاصطناعي المنظمة العمل مع الويبو المساءلة البراءات العلامات التجارية التصاميم الصناعية المؤشرات الجغرافية حق المؤلف الأسرار التجارية أكاديمية الويبو الندوات وحلقات العمل إنفاذ الملكية الفكرية WIPO ALERT إذكاء الوعي اليوم العالمي للملكية الفكرية مجلة الويبو دراسات حالة وقصص ناجحة في مجال الملكية الفكرية أخبار الملكية الفكرية جوائز الويبو الأعمال الجامعات الشعوب الأصلية الأجهزة القضائية الموارد الوراثية والمعارف التقليدية وأشكال التعبير الثقافي التقليدي الاقتصاد المساواة بين الجنسين الصحة العالمية تغير المناخ سياسة المنافسة أهداف التنمية المستدامة التكنولوجيات الحدودية التطبيقات المحمولة الرياضة السياحة ركن البراءات تحليلات البراءات التصنيف الدولي للبراءات أَردي – البحث لأغراض الابتكار أَردي – البحث لأغراض الابتكار قاعدة البيانات العالمية للعلامات مرصد مدريد قاعدة بيانات المادة 6(ثالثاً) تصنيف نيس تصنيف فيينا قاعدة البيانات العالمية للتصاميم نشرة التصاميم الدولية قاعدة بيانات Hague Express تصنيف لوكارنو قاعدة بيانات Lisbon Express قاعدة البيانات العالمية للعلامات الخاصة بالمؤشرات الجغرافية قاعدة بيانات الأصناف النباتية (PLUTO) قاعدة بيانات الأجناس والأنواع (GENIE) المعاهدات التي تديرها الويبو ويبو لكس - القوانين والمعاهدات والأحكام القضائية المتعلقة بالملكية الفكرية معايير الويبو إحصاءات الملكية الفكرية ويبو بورل (المصطلحات) منشورات الويبو البيانات القطرية الخاصة بالملكية الفكرية مركز الويبو للمعارف الاتجاهات التكنولوجية للويبو مؤشر الابتكار العالمي التقرير العالمي للملكية الفكرية معاهدة التعاون بشأن البراءات – نظام البراءات الدولي ePCT بودابست – نظام الإيداع الدولي للكائنات الدقيقة مدريد – النظام الدولي للعلامات التجارية eMadrid الحماية بموجب المادة 6(ثالثاً) (الشعارات الشرفية، الأعلام، شعارات الدول) لاهاي – النظام الدولي للتصاميم eHague لشبونة – النظام الدولي لتسميات المنشأ والمؤشرات الجغرافية eLisbon UPOV PRISMA UPOV e-PVP Administration UPOV e-PVP DUS Exchange الوساطة التحكيم قرارات الخبراء المنازعات المتعلقة بأسماء الحقول نظام النفاذ المركزي إلى نتائج البحث والفحص (CASE) خدمة النفاذ الرقمي (DAS) WIPO Pay الحساب الجاري لدى الويبو جمعيات الويبو اللجان الدائمة الجدول الزمني للاجتماعات WIPO Webcast وثائق الويبو الرسمية أجندة التنمية المساعدة التقنية مؤسسات التدريب في مجال الملكية الفكرية الدعم المتعلق بكوفيد-19 الاستراتيجيات الوطنية للملكية الفكرية المساعدة في مجالي السياسة والتشريع محور التعاون مراكز دعم التكنولوجيا والابتكار نقل التكنولوجيا برنامج مساعدة المخترعين WIPO GREEN WIPO's PAT-INFORMED اتحاد الكتب الميسّرة اتحاد الويبو للمبدعين WIPO Translate أداة تحويل الكلام إلى نص مساعد التصنيف الدول الأعضاء المراقبون المدير العام الأنشطة بحسب كل وحدة المكاتب الخارجية المناصب الشاغرة المشتريات النتائج والميزانية التقارير المالية الرقابة
Arabic English Spanish French Russian Chinese
القوانين المعاهدات الأحكام التصفح بحسب كل ولاية قضائية

إيسلندا

IS090

رجوع

Lög um breytingu á samkeppnislögum, nr. 44/2005, með síðari breytingum

 C:\Documentum\Checkout\1233-log-0384.wpd

Lög um breytingu á samkeppnislögum, nr. 44/2005, með síðari breytingum.

1. gr. 7. og 11. tölul. 1. mgr. 4. gr. laganna falla brott.

2. gr. 17. gr. laganna orðast svo: Samruni telst hafa átt sér stað þegar breyting verður á yfirráðum til frambúðar:

a. vegna samruna tveggja eða fleiri fyrirtækja eða hluta úr fyrirtækjum sem áður störfuðu sjálfstætt,

b. þegar fyrirtæki tekur yfir annað fyrirtæki, c. vegna þess að einn eða fleiri aðilar, sem þegar hafa yfirráð yfir a.m.k. einu fyrirtæki, eða

eitt eða fleiri fyrirtæki ná beinum eða óbeinum yfirráðum, í heild eða að hluta, yfir einu eða fleiri fyrirtækjum til viðbótar með því að kaupa verðbréf eða eignir, með samningi eða öðrum hætti,

d. með stofnun fyrirtækis um sameiginlegt verkefni sem gegnir til frambúðar allri starfsemi sjálfstæðrar efnahagseiningar.

Yfirráð skv. 1. mgr. skapast af rétti, með samningum eða með einhverjum öðrum hætti sem annaðhvort sérstaklega eða samanlagt, og með hliðsjón af staðreyndum eða lagalegum atriðum sem við eiga, gerir aðila kleift að hafa afgerandi áhrif á fyrirtæki, einkum með: a. eignarhaldi eða rétti til að nota eignir fyrirtækis, allar eða að hluta, b. rétti eða samningum sem veita afgerandi áhrif á samsetningu, atkvæðagreiðslu eða

ákvarðanir stofnana fyrirtækis. Yfirráð öðlast aðilar sem:

a. eru rétthafar eða eiga tilkall til réttar samkvæmt samningum þar að lútandi, eða b. þrátt fyrir að vera ekki handhafar slíks réttar eða eiga ekki tilkall til réttar samkvæmt

slíkum samningum hafa möguleika til að beita slíkum réttindum.

2

3. gr. Á eftir 17. gr. laganna koma fimm nýjar greinar, 17. gr. a – 17. gr. e, svohljóðandi:

a. (17. gr. a.) Tilkynna skal um samruna sem uppfyllir eftirfarandi skilyrði:

a. Sameiginleg heildarvelta viðkomandi fyrirtækja er 2 milljarðar kr. eða meira á Íslandi, og

b. að minnsta kosti tvö af þeim fyrirtækjum sem aðild eiga að samrunanum hafa a.m.k. 200 millj. kr. ársveltu á Íslandi hvert um sig.

Telja skal með veltu skv. 1. mgr. veltu móður- og dótturfélaga, fyrirtækja innan sömu fyrirtækjasamstæðu og fyrirtækja sem aðilar samrunans hafa bein eða óbein yfirráð yfir.

Tilkynna skal Samkeppniseftirlitinu um samruna áður en hann kemur til framkvæmda en eftir að samningur um hann er gerður, tilkynnt er opinberlega um yfirtökuboð eða yfirráða í fyrirtæki er aflað. Samruni sem fellur undir ákvæði laga þessara skal ekki koma til fram- kvæmda á meðan Samkeppniseftirlitið fjallar um hann.

Samkeppniseftirlitið getur samkvæmt beiðni veitt undanþágu frá því að samruni komi ekki til framkvæmda á meðan Samkeppniseftirlitið fjallar um hann, enda sé sýnt fram á að tafir á framkvæmd samrunans geti skaðað viðkomandi fyrirtæki eða viðskiptaaðila þess og að samkeppni sé stefnt í hættu. Beiðnin skal vera skrifleg og rökstudd. Undanþágu er heimilt að binda skilyrðum í þeim tilgangi að tryggja virka samkeppni.

Í tilkynningu um samruna skal veita upplýsingar um hann, þau fyrirtæki sem honum tengj- ast, um viðkomandi markaði og um önnur nauðsynleg atriði við athugun á samkeppnislegum áhrifum samrunans. Samkeppniseftirlitið setur reglur þar sem nánar eru tilgreindar þær upp- lýsingar sem fram verða að koma í tilkynningu.

Heimilt er að tilkynna samruna með styttri tilkynningu þegar eitt af eftirfarandi skilyrðum er uppfyllt: a. Þeir markaðir þar sem áhrifa samrunans gætir eru ekki tengdir. b. Tveir eða fleiri aðilar samrunans starfa á sama vöru- og landfræðilega markaði (láréttur

samruni) og markaðshlutdeild þeirra samanlagt er minni en 20%. c. Tveir eða fleiri aðilar samrunans starfa á vörumörkuðum sem eru á efra eða neðra

sölustigi miðað við markað þar sem annar aðili samrunans starfar (lóðréttur samruni) og markaðshlutdeild hvers þeirra eða samanlögð markaðshlutdeild þeirra er minni en 30%.

d. Um er að ræða samruna í skilningi d-liðar 1. mgr. 17. gr. sem hefur takmörkuð áhrif hér á landi.

e. Aðili sem hafði yfirráð yfir fyrirtæki ásamt öðrum nær fullum yfirráðum yfir því. Styttri tilkynningu skulu fylgja eftirfarandi upplýsingar:

a. Yfirlit yfir þau fyrirtæki sem samrunaaðilar hafa bein eða óbein yfirráð yfir. b. Lýsing á þeim vöru- eða þjónustumörkuðum og landfræðilegu mörkuðum sem sam-

runinn hefur áhrif á og rökstutt mat á markaðshlutdeild viðkomandi fyrirtækja á þeim mörkuðum.

c. Rökstutt mat á samkeppnislegum áhrifum samrunans. d. Afrit af öllum samningum og öðrum gerningum sem liggja til grundvallar samrunanum

ásamt afriti af ársreikningum þeirra fyrirtækja sem eru aðilar samrunans.

3

b. (17. gr. b.) Ef um er að ræða samruna í skilningi a-liðar 1. mgr. 17. gr. eða öflun sameiginlegra yfir-

ráða í skilningi c-liðar sömu málsgreinar skulu aðilar samrunans eða þeir sem ná sameigin- lega yfirráðum, eftir því sem við á, ganga sameiginlega frá tilkynningu um samrunann.

Eignist fyrirtæki ráðandi hlut í öðru fyrirtæki skal fyrirtækið sem stóð að yfirtökunni ganga frá tilkynningu um samruna. Sé um yfirtökuboð í fyrirtæki að ræða skal bjóðandi ganga frá tilkynningu.

Telji Samkeppniseftirlitið verulegar líkur á að samruni, sem þegar hefur átt sér stað og uppfyllir ekki skilyrði a- og b-liðar 1. mgr. 17. gr. a, geti dregið umtalsvert úr virkri sam- keppni er stofnuninni heimilt að krefja samrunaaðila um tilkynningu um samrunann ef sam- eiginleg heildarvelta viðkomandi fyrirtækja er meiri en einn milljarður króna á ári. Eftir að krafa hefur verið sett fram byrjar frestur skv. 17. gr. d að líða fyrsta virka dag eftir að Sam- keppniseftirlitinu berst tilkynning sem uppfyllir skilyrði 17. gr. a og reglna sem settar eru samkvæmt ákvæðinu.

Ef aðilar samruna sem uppfyllir ekki skilyrði a- og b-liðar 1. mgr. 17. gr. a greina Sam- keppniseftirlitinu frá því skriflega að samruninn hafi átt sér stað skal Samkeppniseftirlitið innan 15 virkra daga ákveða hvort beita skuli heimild skv. 3. mgr.

Um málsmeðferð og heimildir Samkeppniseftirlitsins til íhlutunar vegna samruna sem krafist er tilkynningar um fer að öðru leyti eftir ákvæðum 17. gr. a – 17. gr. e.

c. (17. gr. c.) Telji Samkeppniseftirlitið að samruni hindri virka samkeppni með því að markaðsráðandi

staða eins eða fleiri fyrirtækja verði til eða slík staða styrkist, eða verði til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti, getur stofnunin ógilt samruna. Jafnframt skal við mat á lögmæti samruna taka tillit til tækni- og efnahagsframfara að því tilskildu að þær séu neytendum til hagsbóta og hindri ekki samkeppni. Samkeppniseftirlitið getur einnig sett slíkum samruna skilyrði sem verður að uppfylla innan tilskilins tíma. Við mat á lögmæti samruna skal Samkeppniseftirlitið taka tillit til þess að hvaða marki alþjóðleg samkeppni hefur áhrif á samkeppnisstöðu hins sameinaða fyrirtækis. Enn fremur skal við mat á lögmæti samruna taka tillit til þess hvort markaður er opinn eða aðgangur að honum er hindraður.

d. (17. gr. d.) Samkeppniseftirlitið skal innan 25 virkra daga tilkynna þeim aðila sem sent hefur stofn-

uninni samrunatilkynningu ef hún telur ástæðu til frekari rannsóknar á samkeppnislegum áhrifum samruna. Frestur þessi byrjar að líða fyrsta virka dag eftir að Samkeppniseftirlitinu barst tilkynning sem uppfyllir skilyrði 6. mgr. 17. gr. a og reglna sem settar eru samkvæmt ákvæðinu. Berist tilkynning frá Samkeppniseftirlitinu skv. 1. málsl. ekki innan tilskilins frests getur Samkeppniseftirlitið ekki ógilt samrunann. Ákvörðun um ógildingu samruna skal taka eigi síðar en 70 virkum dögum eftir að tilkynning skv. 1. málsl. hefur verið send þeim aðila sem tilkynnti um samruna. Ef nauðsynlegt er að afla frekari upplýsinga er Samkeppnis- eftirlitinu heimilt að framlengja þennan frest um allt að 20 virka daga.

Berist styttri samrunatilkynning getur Samkeppniseftirlitið innan 15 virkra daga frá mót- töku hennar krafist lengri tilkynningar ef skilyrði 6. mgr. 17. gr. a eru ekki uppfyllt eða slíkt þykir nauðsynlegt til að meta samkeppnisleg áhrif samrunans. Í slíkum tilvikum byrjar frest- ur skv. 1. mgr. að líða þegar lengri tilkynning berst.

4

Taki Samkeppniseftirlitið ekki ákvörðun um ógildingu samruna eða setningu skilyrða fyrir samruna innan fresta samkvæmt þessari grein getur stofnunin hvorki ógilt samrunann né sett honum skilyrði.

e. (17. gr. e.) Ákveði Samkeppniseftirlitið að hafna samruna getur stofnunin, samhliða ákvörðun á

grundvelli 17. gr. c eða með sérstakri ákvörðun, mælt fyrir um að fyrirtæki eða eignir sem sameinaðar hafa verið verði aðskildar eða sameiginlegri stjórn hætt eða að gripið verði til annarra viðeigandi aðgerða til að skapa að nýju skilyrði fyrir virkri samkeppni.

Ef áfrýjunarnefnd samkeppnismála eða dómstóll ógildir ákvörðun um höfnun samruna eða um setningu skilyrða fyrir samruna vegna formgalla á málsmeðferð er Samkeppniseftirlitinu heimilt að taka samrunann til skoðunar að nýju. Ef breytingar hafa orðið á markaðsaðstæðum skulu tilkynnendur þegar í stað afhenda Samkeppniseftirlitinu nýja samrunatilkynningu. Hafi engar slíkar breytingar orðið skulu þeir gera Samkeppniseftirlitinu grein fyrir því án tafar. Samkeppniseftirlitið skal taka ákvörðun um höfnun samruna eða setningu skilyrða fyrir samruna í máli sem hefur verið endurupptekið eigi síðar en 30 virkum dögum eftir að endan- leg niðurstaða liggur fyrir um ógildingu ákvörðunar stofnunarinnar.

Hafi Samkeppniseftirlitið komist að þeirri niðurstöðu að samruni hafi ekki raskað sam- keppni eða heimilað samruna með setningu skilyrða getur Samkeppniseftirlitið afturkallað slíka ákvörðun ef: a. ákvörðunin er byggð á röngum upplýsingum sem einhver samrunaaðila ber ábyrgð á eða

þegar hún er fengin fram með blekkingum eða b. hlutaðeigandi fyrirtæki brjóta gegn skilyrðum sem samruna hafa verið sett.

Ef ákvörðun er afturkölluð skv. 3. mgr. skal Samkeppniseftirlitið leggja að nýju mat á viðkomandi samruna og beita heimildum 17. gr. c ef þurfa þykir. Ákvæði laganna um máls- meðferð og tímafresti gilda ekki í slíku máli.

4. gr. 17. gr. a laganna verður 17. gr. f.

5. gr. Á eftir orðunum „17. gr.“ í 17. gr. a og 29. gr. laganna kemur: og 17. gr. a – 17. gr. e.

6. gr. Á eftir orðunum „17. gr.“ í 4. mgr. 26. gr. laganna kemur: eða 17. gr. a – 17. gr. e.

7. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 37. gr. laganna:

a. Orðið „íhlutun“ í f-lið 1. mgr. fellur brott. b. Í stað orðanna „1., 5. og 6. mgr. 17. gr.“ í f-lið 1. mgr. kemur: 4. mgr. 17. gr. a, 17. gr.

c og 1. mgr. 17. gr. e. c. G-liður 1. mgr. orðast svo: banni við að samruni komi til framkvæmda og tilkynningar-

skyldu skv. 17. gr. a, 3. mgr. 17. gr. b og 2. mgr. 17. gr. e. d. Í stað orðanna „17. gr. a“ í h-lið 1. mgr. kemur: 17. gr. f.

5

8. gr. Í stað orðanna „17. gr.“ í 1. mgr. 43. gr. laganna kemur: 17. gr. c.

9. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 29. maí 2008.