À propos de la propriété intellectuelle Formation en propriété intellectuelle Respect de la propriété intellectuelle Sensibilisation à la propriété intellectuelle La propriété intellectuelle pour… Propriété intellectuelle et… Propriété intellectuelle et… Information relative aux brevets et à la technologie Information en matière de marques Information en matière de dessins et modèles industriels Information en matière d’indications géographiques Information en matière de protection des obtentions végétales (UPOV) Lois, traités et jugements dans le domaine de la propriété intellectuelle Ressources relatives à la propriété intellectuelle Rapports sur la propriété intellectuelle Protection des brevets Protection des marques Protection des dessins et modèles industriels Protection des indications géographiques Protection des obtentions végétales (UPOV) Règlement extrajudiciaire des litiges Solutions opérationnelles à l’intention des offices de propriété intellectuelle Paiement de services de propriété intellectuelle Décisions et négociations Coopération en matière de développement Appui à l’innovation Partenariats public-privé Outils et services en matière d’intelligence artificielle L’Organisation Travailler avec nous Responsabilité Brevets Marques Dessins et modèles industriels Indications géographiques Droit d’auteur Secrets d’affaires Académie de l’OMPI Ateliers et séminaires Application des droits de propriété intellectuelle WIPO ALERT Sensibilisation Journée mondiale de la propriété intellectuelle Magazine de l’OMPI Études de cas et exemples de réussite Actualités dans le domaine de la propriété intellectuelle Prix de l’OMPI Entreprises Universités Peuples autochtones Instances judiciaires Ressources génétiques, savoirs traditionnels et expressions culturelles traditionnelles Économie Égalité des genres Santé mondiale Changement climatique Politique en matière de concurrence Objectifs de développement durable Technologies de pointe Applications mobiles Sport Tourisme PATENTSCOPE Analyse de brevets Classification internationale des brevets Programme ARDI – Recherche pour l’innovation Programme ASPI – Information spécialisée en matière de brevets Base de données mondiale sur les marques Madrid Monitor Base de données Article 6ter Express Classification de Nice Classification de Vienne Base de données mondiale sur les dessins et modèles Bulletin des dessins et modèles internationaux Base de données Hague Express Classification de Locarno Base de données Lisbon Express Base de données mondiale sur les marques relative aux indications géographiques Base de données PLUTO sur les variétés végétales Base de données GENIE Traités administrés par l’OMPI WIPO Lex – lois, traités et jugements en matière de propriété intellectuelle Normes de l’OMPI Statistiques de propriété intellectuelle WIPO Pearl (Terminologie) Publications de l’OMPI Profils nationaux Centre de connaissances de l’OMPI Série de rapports de l’OMPI consacrés aux tendances technologiques Indice mondial de l’innovation Rapport sur la propriété intellectuelle dans le monde PCT – Le système international des brevets ePCT Budapest – Le système international de dépôt des micro-organismes Madrid – Le système international des marques eMadrid Article 6ter (armoiries, drapeaux, emblèmes nationaux) La Haye – Le système international des dessins et modèles industriels eHague Lisbonne – Le système d’enregistrement international des indications géographiques eLisbon UPOV PRISMA UPOV e-PVP Administration UPOV e-PVP DUS Exchange Médiation Arbitrage Procédure d’expertise Litiges relatifs aux noms de domaine Accès centralisé aux résultats de la recherche et de l’examen (WIPO CASE) Service d’accès numérique aux documents de priorité (DAS) WIPO Pay Compte courant auprès de l’OMPI Assemblées de l’OMPI Comités permanents Calendrier des réunions WIPO Webcast Documents officiels de l’OMPI Plan d’action de l’OMPI pour le développement Assistance technique Institutions de formation en matière de propriété intellectuelle Mesures d’appui concernant la COVID-19 Stratégies nationales de propriété intellectuelle Assistance en matière d’élaboration des politiques et de formulation de la législation Pôle de coopération Centres d’appui à la technologie et à l’innovation (CATI) Transfert de technologie Programme d’aide aux inventeurs WIPO GREEN Initiative PAT-INFORMED de l’OMPI Consortium pour des livres accessibles L’OMPI pour les créateurs WIPO Translate Speech-to-Text Assistant de classification États membres Observateurs Directeur général Activités par unité administrative Bureaux extérieurs Avis de vacance d’emploi Achats Résultats et budget Rapports financiers Audit et supervision
Arabic English Spanish French Russian Chinese
Lois Traités Jugements Parcourir par ressort juridique

Islande

IS078

Retour

Uppfinningar lögum nr 72/2004 frá 7. júní 2004 virða starfsmanna

 Advertisement af leiðbeiningar um einkaleyfi umsókn (No 575/1991 eins og henni var breytt með reglugerð nr 661/1995, 286/1996, 679/1996,

Lög um uppfinningar starfsmanna 2004 nr. 72 7. júní

Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga.

Tóku gildi 1. janúar 2005.

I. kafli. Almenn ákvæði. 1. gr. Skilgreiningar. Orðið „uppfinning“ merkir í lögum þessum aðeins uppfinningu sem unnt er að fá

einkaleyfi fyrir hér á landi. Orðið „starfsmaður“ merkir hvern þann sem ráðinn er til starfa hjá hinu opinbera eða

einkaaðila. 2. gr. Frávíkjanleg lög. Víkja má frá ákvæðum laga þessara með samningum nema ótvírætt sé kveðið á um

annað í lögum þessum.

II. kafli. Réttarstaða starfsmanns og atvinnurekanda. 3. gr. Réttur starfsmanns til uppfinningar. Starfsmaður á rétt til uppfinningar sem hann kemur fram með að svo miklu leyti sem

annað leiðir eigi af lögum þessum eða öðrum lögum. 4. gr. Framsal réttar til atvinnurekanda. Ef starfsmaður hefur komið fram með uppfinningu sem er þáttur í starfi hans getur

atvinnurekandi krafist framsals réttarins yfir uppfinningunni til sín enda sé hagnýting hennar á starfssviði atvinnurekandans. Atvinnurekandinn hefur sama rétt þótt hagnýting uppfinningarinnar sé ekki á starfssviði atvinnurekandans ef uppfinning starfsmannsins tengist tilteknu verkefni sem atvinnurekandinn hefur falið honum.

Ákvæði 1. mgr. eiga einnig við ef fleiri starfsmenn en einn, sem ráðnir eru til starfa hjá atvinnurekanda, standa saman að uppfinningu.

5. gr. Tilkynning um uppfinningu. Hafi starfsmaður komið fram með uppfinningu skv. 4. gr. skal hann án ástæðulauss

dráttar tilkynna atvinnurekanda með sannanlegum hætti um uppfinninguna og gefa þannig upplýsingar um hana að atvinnurekandinn geti metið mikilvægi hennar.

6. gr. Biðtími atvinnurekanda, þagnarskylda og einkaleyfisumsókn. Óski atvinnurekandi eftir því að öðlast rétt til uppfinningar skv. 4. gr. skal hann skýra

starfsmanninum frá því innan þriggja mánaða frá móttöku tilkynningar skv. 5. gr. Áður en fresturinn rennur út er starfsmanni óheimilt, sbr. þó 3. mgr., án skriflegs

samþykkis atvinnurekandans, að upplýsa aðra um uppfinninguna eða ráðstafa henni þannig að unnt sé að birta upplýsingar um uppfinninguna eða nota hana í þágu annarra. Þetta gildir þó ekki ef atvinnurekandinn hefur lýst því yfir skriflega að hann hafi ekki áhuga á uppfinningunni.

Fyrir lok frestsins og eftir að hafa fullnægt tilkynningarskyldu sinni skv. 5. gr. getur starfsmaðurinn sótt um einkaleyfi fyrir uppfinningunni en hann skal þó áður tilkynna atvinnurekandanum það. Starfsmaðurinn getur ekki fyrir fram afsalað sér rétti til að sækja um einkaleyfi nema vikið hafi verið frá ákvæðum 3. og 4. gr. með samningi milli

atvinnurekanda og starfsmanns sem ráðinn er til að vinna að uppfinningum. 7. gr. Sanngjarnt endurgjald. Ef atvinnurekandi öðlast rétt til uppfinningar starfsmanns skv. 4. gr. eða á öðrum

grundvelli á starfsmaðurinn rétt á sanngjörnu endurgjaldi, jafnvel þótt um annað hafi verið samið, nema verðmæti uppfinningarinnar fari ekki fram úr því sem ætla má með sanngirni að starfsmanninum beri að inna af hendi með tilliti til heildarkjara hans.

Við ákvörðun endurgjalds skal sérstakt tillit tekið til verðmætis uppfinningarinnar og mikilvægis hennar fyrir starfsemi atvinnurekandans, ráðningarkjara starfsmanns og hlutdeildar starfsmannsins í uppfinningunni. Ef starfsmaðurinn er ráðinn til að vinna að uppfinningum má semja um að sanngjarnt endurgjald fyrir uppfinningu felist í ráðningarkjörum starfsmannsins einvörðungu.

Krafa um endurgjald fyrnist á tíu árum. Telst fyrningarfrestur frá þeim tíma er atvinnurekandinn hefur gefið til kynna að hann vilji öðlast uppfinninguna. Að öðru leyti gilda ákvæði laga um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda eftir því sem við á.

Jafnvel þótt um annað hafi verið samið má breyta samningum um endurgjald að kröfu annars aðila síðar þegar aðstæður þær sem lágu til grundvallar hafa breyst verulega eða aðrar sérstakar aðstæður mæla með því. Á grundvelli 1. málsl. skal þó aldrei endurgreiða fé sem starfsmaður hefur tekið við samkvæmt fyrri ákvörðun um endurgjald.

8. gr. Starfslok. Uppfinning sem 4. gr. tekur til telst hafa orðið til á starfstíma ef sótt er um einkaleyfi

fyrir henni innan sex mánaða frá raunverulegum starfslokum nema líkur megi leiða að því að uppfinningin hafi orðið til eftir raunveruleg starfslok.

Ógilt er hvert það samkomulag milli atvinnurekanda og starfsmanns er takmarkar rétt starfsmannsins til að ráðstafa þeim uppfinningum sem verða til meira en ári eftir formleg starfslok.

III. kafli. Gildistaka. 9. gr. Gildistaka. Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2005. Lögin taka einungis til uppfinninga sem koma

fram eftir gildistöku laganna. Ófrávíkjanleg ákvæði laganna skulu gilda gagnvart samningum sem gerðir eru fyrir gildistöku laganna um uppfinningar sem koma fram eftir gildistöku þeirra, sbr. þó sérákvæði um ráðningu starfsmanna til að vinna að uppfinningum.