关于知识产权 知识产权培训 树立尊重知识产权的风尚 知识产权外联 部门知识产权 知识产权和热点议题 特定领域知识产权 专利和技术信息 商标信息 工业品外观设计信息 地理标志信息 植物品种信息(UPOV) 知识产权法律、条约和判决 知识产权资源 知识产权报告 专利保护 商标保护 工业品外观设计保护 地理标志保护 植物品种保护(UPOV) 知识产权争议解决 知识产权局业务解决方案 知识产权服务缴费 谈判与决策 发展合作 创新支持 公私伙伴关系 人工智能工具和服务 组织简介 与产权组织合作 问责制 专利 商标 工业品外观设计 地理标志 版权 商业秘密 WIPO学院 讲习班和研讨会 知识产权执法 WIPO ALERT 宣传 世界知识产权日 WIPO杂志 案例研究和成功故事 知识产权新闻 产权组织奖 企业 高校 土著人民 司法机构 遗传资源、传统知识和传统文化表现形式 经济学 性别平等 全球卫生 气候变化 竞争政策 可持续发展目标 前沿技术 移动应用 体育 旅游 PATENTSCOPE 专利分析 国际专利分类 ARDI - 研究促进创新 ASPI - 专业化专利信息 全球品牌数据库 马德里监视器 Article 6ter Express数据库 尼斯分类 维也纳分类 全球外观设计数据库 国际外观设计公报 Hague Express数据库 洛迦诺分类 Lisbon Express数据库 全球品牌数据库地理标志信息 PLUTO植物品种数据库 GENIE数据库 产权组织管理的条约 WIPO Lex - 知识产权法律、条约和判决 产权组织标准 知识产权统计 WIPO Pearl(术语) 产权组织出版物 国家知识产权概况 产权组织知识中心 产权组织技术趋势 全球创新指数 世界知识产权报告 PCT - 国际专利体系 ePCT 布达佩斯 - 国际微生物保藏体系 马德里 - 国际商标体系 eMadrid 第六条之三(徽章、旗帜、国徽) 海牙 - 国际外观设计体系 eHague 里斯本 - 国际地理标志体系 eLisbon UPOV PRISMA UPOV e-PVP Administration UPOV e-PVP DUS Exchange 调解 仲裁 专家裁决 域名争议 检索和审查集中式接入(CASE) 数字查询服务(DAS) WIPO Pay 产权组织往来账户 产权组织各大会 常设委员会 会议日历 WIPO Webcast 产权组织正式文件 发展议程 技术援助 知识产权培训机构 COVID-19支持 国家知识产权战略 政策和立法咨询 合作枢纽 技术与创新支持中心(TISC) 技术转移 发明人援助计划(IAP) WIPO GREEN 产权组织的PAT-INFORMED 无障碍图书联合会 产权组织服务创作者 WIPO Translate 语音转文字 分类助手 成员国 观察员 总干事 部门活动 驻外办事处 职位空缺 采购 成果和预算 财务报告 监督
Arabic English Spanish French Russian Chinese
法律 条约 判决书 按司法管辖区搜索

冰岛

IS080

返回

Reglugerð nr 1011/2006 um skylduskil leyfi fyrir útflutningi á Pharmaceutical Products þróunarlöndum og til landa erfiðleikum með alvarlega Public Health Problems

 REGLUGERÐ Nei 1011/2006 um skyldutryggingu leyfi varðandi útflutning lyfja til

Nr. 1011 23. nóvember 2006

REGLUGERÐ um nauðungarleyfi vegna útflutnings lyfja til þróunarríkja og ríkja

sem stríða við alvarlegan heilbrigðisvanda.

1. gr. Gildissvið o.fl.

Reglugerð þessi gildir um nauðungarleyfi skv. 5. mgr. 49. gr. laga nr. 17/1991 um einkaleyfi, með síðari breytingum, vegna útflutnings lyfja til þróunarríkja og ríkja, sem stríða við alvarlegan heilbrigðisvanda, í samræmi við ákvörðun aðalráðs Alþjóðaviðskiptastofnunar- innar frá 30. ágúst 2003 um samninginn um hugverkarétt í viðskiptum og heilbrigði almenn- ings.

Héraðsdómur Reykjavíkur veitir nauðungarleyfi samkvæmt reglugerð þessari. Nauðungarleyfi skal einungis veitt að fullnægðum þeim skilyrðum sem tilgreind eru í

ákvæðum reglugerðar þessarar.

2. gr. Orðskýringar.

Í reglugerð þessari er merking eftirfarandi orða og skammstafana sem hér segir: a. Með orðinu „nauðungarleyfi“ er átt við nauðungarleyfi skv. 5. mgr. 49. gr. laga nr.

17/1991 um einkaleyfi, með síðari breytingum, vegna útflutnings lyfja til þróunar- ríkja og ríkja, sem stríða við alvarlegan heilbrigðisvanda, í samræmi við ákvörðun aðalráðs Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar frá 30. ágúst 2003 um samninginn um hugverkarétt í viðskiptum og heilbrigði almennings.

b. Með orðinu „einkaleyfishafi“ er átt við eiganda einkaleyfis eða handhafa viðbótar- vottorðs um vernd lyfja skv. 65. gr. a í lögum nr. 17/1991 um einkaleyfi, með síðari breytingum.

c. Með orðinu „lyf“ er átt við einkaleyfisvernduð lyf eða lyf vernduð með viðbótar- vottorði um vernd lyfja skv. 65. gr. a í lögum nr. 17/1991 um einkaleyfi, með síðari breytingum, lyf sem framleidd eru með einkaleyfisverndaðri aðferð, virk efni sem nauðsynleg eru fyrir framleiðsluna og nauðsynlegan sjúkdómsgreiningarbúnað.

d. Með „TRIPS“ er átt við samninginn um hugverkarétt í viðskiptum (Trade-related Aspects of Intellectual Property Rights) en hann er viðauki við samninginn um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) sem undirritaður var í Marakess 15. apríl 1994.

e. Með „TRIPS-ráðinu“ er átt við það ráð sem hefur umsjón með framkvæmd samn- ingsins um hugverkarétt í viðskiptum og starfar undir almennri umsjón aðalráðs Alþjóðaviðskiptastofnunnarinnar.

3. gr. Innflutningsríki.

Eftirfarandi ríki fullnægja skilyrðum fyrir því að geta flutt inn lyf sem framleidd eru samkvæmt nauðungarleyfi:

a. minnst þróuðu ríkin eins og þau eru skilgreind af Sameinuðu þjóðunum á hverjum tíma;

b. ríki sem eru aðilar að Alþjóðaviðskiptastofnuninni, en falla ekki undir a-lið, og sent hafa TRIPS-ráðinu tilkynningu í samræmi við b-lið 1. gr. og a-lið 2. gr. ákvörðunar

Nr. 1011 23. nóvember 2006

aðalráðs Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar frá 30. ágúst 2003 um samninginn um hugverkarétt í viðskiptum og heilbrigði almennings.

4. gr. Umsókn um nauðungarleyfi.

Einstaklingar og lögaðilar geta sótt um nauðungarleyfi samkvæmt reglugerð þessari. Umsókn skal undirrituð af umsækjanda eða umboðsmanni hans og skal þar tilgreina:

a. nafn, kennitölu og heimilisfang umsækjanda og umboðsmanns hans ef við á; b. númer og heiti einkaleyfisins eða viðbótarvottorðs skv. 65. gr. a í lögum um einka-

leyfi, sem umsókn um nauðungarleyfi tekur til, auk nafns og heimilisfangs eiganda þess;

c. heiti lyfjanna, sem umsækjandi hyggst framleiða og selja til útflutnings samkvæmt nauðungarleyfinu, og alþjóðleg samheiti, samþykkt af Alþjóðaheilbrigðismála- stofnuninni, ef unnt er;

d. magn lyfjanna sem umsækjandi hyggst framleiða samkvæmt nauðungarleyfinu; e. þau ríki sem umsækjandi hyggst flytja lyfin til; f. gögn, sem sýna fram á að umsækjandi hafi án árangurs reynt að öðlast heimild til

framleiðslu frá einkaleyfishafa í þrjátíu daga áður en umsókn um nauðungarleyfi var lögð inn, eða gögn sem sýna fram á að um neyðartilvik eða alvarlegt hættuástand sé að ræða, sbr. 5. mgr. 49. gr. laga nr. 17/1991 um einkaleyfi, með síðari breytingum;

g. gögn sem sýna fram á að ríkin, sem hyggjast flytja lyfin inn, hafi sent TRIPS-ráðinu tilkynningu í samræmi við b-lið 3. gr. þar sem tilgreint sé heiti og magn þeirra lyfja sem þörf er á;

h. gögn sem sýna fram á að lyfin séu hvorki einkaleyfisvernduð né vernduð með viðbótarvottorði um vernd á lyfjum í innflutningsríki, að veitt hafi verið nauðungar- leyfi í innflutningsríki eða að innflutningsríki hafi sent TRIPS-ráðinu tilkynningu um að það hyggist veita nauðungarleyfi í samræmi við a-lið 2. gr. ákvörðunar aðalráðs Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar frá 30. ágúst 2003;

i. önnur atriði eftir því sem þurfa þykir, í samræmi við ákvörðun aðalráðs Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar frá 30. ágúst 2003.

5. gr. Tilkynning til einkaleyfishafa.

Héraðsdómur skal eins fljótt og unnt er tilkynna einkaleyfishafa um umsókn um nauð- ungarleyfi og skal gefa honum kost á að gera athugasemdir við umsóknina áður en að nauð- ungarleyfið er veitt.

6. gr. Könnun á skilyrðum, veiting nauðungarleyfis og efni þess.

Héraðsdómur kannar hvort umsókn fullnægi skilyrðum reglugerðar þessarar og er dóminum heimilt að leita álits Einkaleyfastofunnar við meðferð málsins. Skorti upplýsingar, sem kveðið er á um í 4. gr., skal héraðsdómari gefa umsækjanda tveggja vikna frest til að leggja þær fram. Fullnægi umsókn ekki skilyrðum 4. gr. eða hafi upplýsingar ekki borist innan framangreinds frests skal umsókn um nauðungarleyfi synjað.

Telji héraðsdómari efni til að verða við umsókn veitir hann nauðungarleyfi. Í efni nauð- ungarleyfis skal koma fram:

a. heiti þeirra lyfja sem nauðungarleyfishafa er heimilt að framleiða og flytja úr landi; b. þau ríki sem sem flytja má lyfin til;

Nr. 1011 23. nóvember 2006

c. magn þeirra lyfja sem einkaleyfishafa er heimilt að framleiða og flytja úr landi en það skal ekki vera umfram þörf þeirra ríkja er flytja á lyfin til;

d. að lyfjunum skuli pakkað í umbúðir og þau merkt í samræmi við ákvæði 8. gr.; e. að nauðungarleyfishafi skuli birta upplýsingar í samræmi við ákvæði 9. gr. á vef

sínum áður en til útflutnings kemur; f. gildistími nauðungarleyfis. Héraðsdómari skal samhliða ákvörðun sinni um að veita nauðungarleyfi ákvarða hversu

hátt endurgjald skuli greitt einkaleyfishafa. Samrit af ákvörðun héraðsdóms skal sent einkaleyfishafa og Einkaleyfastofunni sem skal

færa upplýsingar um nauðungarleyfi í einkaleyfaskrá og birta tilkynningu þess efnis í ELS- tíðindum.

7. gr. Gildissvið nauðungarleyfis.

Nauðungarleyfishafa er einungis heimilt að framleiða þau lyf, sem tilgreind eru í nauð- ungarleyfi, og í því magni sem þar er tiltekið. Honum er óheimilt að markaðssetja, selja og flytja lyfin til annarra ríkja en þeirra sem tilgreind eru í nauðungarleyfinu.

8. gr. Merkingar og umbúðir.

Þau lyf, sem framleidd eru samkvæmt nauðungarleyfinu, skal vera unnt að greina frá lyfjum, framleiddum af einkaleyfishafa. Lyfin skal aðgreina frá lyfjum, framleiddum af einka- leyfishafa, með öðrum umbúðum, lit eða lögun verði því komið við án verulegs kostnaðar. Lyfin skulu merkt þannig að ljóst sé að varan sé framleidd á grundvelli nauðungarleyfis skv. 5. mgr. 49. gr. laga um einkaleyfi, með síðari breytingum, og reglugerð þessari.

9. gr. Upplýsingar á vef nauðungarleyfishafa.

Áður en til útflutnings lyfjanna kemur skal nauðungarleyfishafi birta á vef sínum upp- lýsingar, á íslensku og ensku, um magn þeirra lyfja, sem flytja á út samkvæmt nauðungar- leyfinu, og þau ríki sem flytja skal lyfin til. Jafnframt skal þar tilgreint hvernig megi greina lyf, framleidd samkvæmt nauðungarleyfinu, frá framleiðslu einkaleyfishafa. Upplýsingarnar skal nauðungarleyfishafi hafa á vef sínum svo lengi sem nauðungarleyfi er í gildi.

Haldi nauðungarleyfishafi ekki úti vefsíðu í eigin nafni skulu upplýsingar skv. 1. mgr. sendar Alþjóðaviðskiptastofnuninni sem birtir þær á vef sem tengist ákvörðun aðalráðsins frá 30. ágúst 2003.

Nauðungarleyfishafi skal senda Einkaleyfastofunni og einkaleyfishafa tilkynningu um að upplýsingar skv. 1. mgr. séu komnar á vef hans eða Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar ásamt veffangi.

10. gr. Tilkynningar til TRIPS-ráðsins.

Einkaleyfastofan skal tilkynna TRIPS-ráðinu um að nauðungarleyfi hafi verið veitt. Í tilkynningunni skal m.a. koma fram:

a. nafn og heimilisfang nauðungarleyfishafa; b. þau lyf sem nauðungarleyfið tekur til; c. magn lyfjanna sem flytja skal út; d. þau ríki sem flytja á lyfin til;

Nr. 1011 23. nóvember 2006

e. gildistími nauðungarleyfisins; f. veffang nauðungarleyfishafa þar sem fram koma upplýsingar skv. 1. mgr. 9. gr.

11. gr. Framlenging á gildistíma nauðungarleyfis.

Nauðungarleyfishafi getur farið fram á að héraðsdómur framlengi gildistíma nauðungar- leyfis hafi honum ekki tekist að flytja út það magn lyfja sem nauðungarleyfið kveður á um að hann megi flytja út. Einkaleyfishafa skal tilkynnt beiðni um framlengingu eins fljótt og unnt er og honum gefinn kostur á að gera athugasemdir við beiðnina. Héraðsdómur skal því aðeins verða við slíkri beiðni að hann telji sýnt að nauðungarleyfishafi hafi að öðru leyti fullnægt þeim skilyrðum sem sett eru í nauðungarleyfinu.

12. gr. Afturköllun nauðungarleyfis.

Einkaleyfishafi getur farið fram á að héraðsdómur afturkalli nauðungarleyfi. Héraðs- dómari getur orðið við slíkri beiðni ef hann telur sýnt að nauðungarleyfishafi hafi ekki full- nægt þeim skilyrðum sem sett eru í nauðungarleyfinu. Ákvörðun um afturköllun skal tilkynnt nauðungarleyfishafa og einkaleyfishafa.

Samrit ákvörðunar um að afturkalla nauðungarleyfi skal sent Einkaleyfastofunni og skal hún tilkynna TRIPS-ráðinu efni hennar eins fljótt og unnt er.

Komi til afturköllunar á nauðungarleyfi skal nauðungarleyfishafi eins fljótt og unnt er sjá til þess að umframbirgðir af lyfjum, sem framleidd hafa verið samkvæmt ákvæðum reglu- gerðar þessarar, verði komið til þeirra ríkja, sem tilgreind eru sem innflutningsríki í nauð- ungarleyfinu, eða sjá til þess að þeim verði fargað.

13. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 5. mgr. 49. gr. laga nr. 17/1991 um einkaleyfi, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Iðnaðarráðuneytinu, 23. nóvember 2006.

Jón Sigurðsson. Kristján Skarphéðinsson.

__________

B-deild – Útgáfud.: 7. desember 2006