عن الملكية الفكرية التدريب في مجال الملكية الفكرية إذكاء الاحترام للملكية الفكرية التوعية بالملكية الفكرية الملكية الفكرية لفائدة… الملكية الفكرية و… الملكية الفكرية في… معلومات البراءات والتكنولوجيا معلومات العلامات التجارية معلومات التصاميم الصناعية معلومات المؤشرات الجغرافية معلومات الأصناف النباتية (الأوبوف) القوانين والمعاهدات والأحكام القضائية المتعلقة بالملكية الفكرية مراجع الملكية الفكرية تقارير الملكية الفكرية حماية البراءات حماية العلامات التجارية حماية التصاميم الصناعية حماية المؤشرات الجغرافية حماية الأصناف النباتية (الأوبوف) تسوية المنازعات المتعلقة بالملكية الفكرية حلول الأعمال التجارية لمكاتب الملكية الفكرية دفع ثمن خدمات الملكية الفكرية هيئات صنع القرار والتفاوض التعاون التنموي دعم الابتكار الشراكات بين القطاعين العام والخاص أدوات وخدمات الذكاء الاصطناعي المنظمة العمل مع الويبو المساءلة البراءات العلامات التجارية التصاميم الصناعية المؤشرات الجغرافية حق المؤلف الأسرار التجارية أكاديمية الويبو الندوات وحلقات العمل إنفاذ الملكية الفكرية WIPO ALERT إذكاء الوعي اليوم العالمي للملكية الفكرية مجلة الويبو دراسات حالة وقصص ناجحة في مجال الملكية الفكرية أخبار الملكية الفكرية جوائز الويبو الأعمال الجامعات الشعوب الأصلية الأجهزة القضائية الموارد الوراثية والمعارف التقليدية وأشكال التعبير الثقافي التقليدي الاقتصاد المساواة بين الجنسين الصحة العالمية تغير المناخ سياسة المنافسة أهداف التنمية المستدامة التكنولوجيات الحدودية التطبيقات المحمولة الرياضة السياحة ركن البراءات تحليلات البراءات التصنيف الدولي للبراءات أَردي – البحث لأغراض الابتكار أَردي – البحث لأغراض الابتكار قاعدة البيانات العالمية للعلامات مرصد مدريد قاعدة بيانات المادة 6(ثالثاً) تصنيف نيس تصنيف فيينا قاعدة البيانات العالمية للتصاميم نشرة التصاميم الدولية قاعدة بيانات Hague Express تصنيف لوكارنو قاعدة بيانات Lisbon Express قاعدة البيانات العالمية للعلامات الخاصة بالمؤشرات الجغرافية قاعدة بيانات الأصناف النباتية (PLUTO) قاعدة بيانات الأجناس والأنواع (GENIE) المعاهدات التي تديرها الويبو ويبو لكس - القوانين والمعاهدات والأحكام القضائية المتعلقة بالملكية الفكرية معايير الويبو إحصاءات الملكية الفكرية ويبو بورل (المصطلحات) منشورات الويبو البيانات القطرية الخاصة بالملكية الفكرية مركز الويبو للمعارف الاتجاهات التكنولوجية للويبو مؤشر الابتكار العالمي التقرير العالمي للملكية الفكرية معاهدة التعاون بشأن البراءات – نظام البراءات الدولي ePCT بودابست – نظام الإيداع الدولي للكائنات الدقيقة مدريد – النظام الدولي للعلامات التجارية eMadrid الحماية بموجب المادة 6(ثالثاً) (الشعارات الشرفية، الأعلام، شعارات الدول) لاهاي – النظام الدولي للتصاميم eHague لشبونة – النظام الدولي لتسميات المنشأ والمؤشرات الجغرافية eLisbon UPOV PRISMA UPOV e-PVP Administration UPOV e-PVP DUS Exchange الوساطة التحكيم قرارات الخبراء المنازعات المتعلقة بأسماء الحقول نظام النفاذ المركزي إلى نتائج البحث والفحص (CASE) خدمة النفاذ الرقمي (DAS) WIPO Pay الحساب الجاري لدى الويبو جمعيات الويبو اللجان الدائمة الجدول الزمني للاجتماعات WIPO Webcast وثائق الويبو الرسمية أجندة التنمية المساعدة التقنية مؤسسات التدريب في مجال الملكية الفكرية الدعم المتعلق بكوفيد-19 الاستراتيجيات الوطنية للملكية الفكرية المساعدة في مجالي السياسة والتشريع محور التعاون مراكز دعم التكنولوجيا والابتكار نقل التكنولوجيا برنامج مساعدة المخترعين WIPO GREEN WIPO's PAT-INFORMED اتحاد الكتب الميسّرة اتحاد الويبو للمبدعين WIPO Translate أداة تحويل الكلام إلى نص مساعد التصنيف الدول الأعضاء المراقبون المدير العام الأنشطة بحسب كل وحدة المكاتب الخارجية المناصب الشاغرة المشتريات النتائج والميزانية التقارير المالية الرقابة
Arabic English Spanish French Russian Chinese
القوانين المعاهدات الأحكام التصفح بحسب كل ولاية قضائية

إيسلندا

IS092

رجوع

Lög um félagamerki


Lög um félagamerki

2002 nr. 155 18. desember

Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga. Tóku gildi 30. desember 2002. EES-samningurinn: XVII. viðauki tilskipun 89/104/EBE. Breytt með l. 167/2007 (tóku gildi 1. jan. 2008) og l. 98/2009 (tóku gildi 1. okt. 2009 nema 69. og 70. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2010). 1. gr. Félög eða samtök geta öðlast einkarétt fyrir félagsmenn sína til að nota í atvinnustarfsemi sameiginlegt auðkenni fyrir vörur eða þjónustu. Stjórnvöld, stofnanir, félög eða samtök, sem hafa eftirlit með eða ákveða staðla fyrir vörur eða þjónustu, geta öðlast einkarétt til að nota eða heimila notkun auðkennis fyrir þær vörur eða þjónustu sem eftirlitið eða staðlarnir taka til. Auðkenni þau sem lög þessi taka til nefnast félagamerki. 2. gr. Að svo miklu leyti sem annað leiðir ekki af ákvæðum laga þessara gilda ákvæði laga um vörumerki, nr. 45/1997, um félagamerki eftir því sem við á. 3. gr. Auðkenni eða upplýsingar, sem í viðskiptum gefa til kynna landfræðilegan uppruna vöru eða þjónustu, geta talist félagamerki þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 13. gr. laga um vörumerki. Slíkt merki veitir eiganda þess ekki rétt til að banna þriðja aðila að nota auðkennið eða upplýsingarnar í atvinnustarfsemi svo framarlega sem notkunin er í samræmi við góða viðskiptahætti. 4. gr. Félagamerki eru skráð í vörumerkjaskrá. Umsókn um skráningu félagamerkis skal skila skriflega til Einkaleyfastofunnar sem annast skráningu félagamerkja. Umsókn skal fylgja tilskilið gjald. Í umsókn skal tilgreina hvert merkið er, með mynd ef við á, og fyrir hvaða vöru eða þjónustu merkið óskast skráð. Einnig skal greina frá nafni eða heiti umsækjanda. Umsókn skal enn fremur vera í samræmi við reglugerðarákvæði um vörumerki eftir því sem við á. Reglur, sem gilda um notkun merkisins, skulu fylgja umsókn. Í reglum þeim sem gilda um notkun merkisins skal m.a. koma fram: a. hverjum sé heimilt að nota merkið og hvaða skilyrði séu fyrir slíkri heimild, b. hvaða afleiðingar óréttmæt notkun merkisins hefur í för með sér og c. hvaða réttindi og skyldur eigandi merkisins hefur gagnvart þeim sem notar merkið á óheimilan hátt. 5. gr. Verði breytingar á reglum um notkun merkisins skal eigandi tilkynna breytingarnar til Einkaleyfastofunnar eigi síðar en þremur mánuðum eftir að breytingarnar voru samþykktar. 6. gr. Ákvæði 25. gr. laga um vörumerki gilda um notkunarskyldu félagamerkis. Notkun félagamerkis af hálfu eins eða fleiri aðila, sem hafa heimild til að nota merkið, telst til notkunar í skilningi 1. mgr. 25. gr. laga um vörumerki. 7. gr. Mál vegna brota gegn félagamerki getur aðeins sá höfðað sem er eigandi merkisins. Sá sem brýtur gegn félagamerki og er skaðabótaskyldur samkvæmt lögum um vörumerki skal bæta það tjón sem eigandi merkis, eða sá sem hefur rétt til að nota það, verður fyrir. 8. gr. Endanlegum ákvörðunum Einkaleyfastofunnar samkvæmt lögum þessum geta aðilar máls áfrýjað til áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar. Áfrýjun skal berast [efnahags- og viðskiptaráðuneyti]1) innan tveggja mánaða frá þeim degi er ákvörðun var tekin. Innan sama frests skal greiða ráðuneytinu tilskilið áfrýjunargjald. Sé áfrýjunargjald ekki greitt innan frestsins skal vísa áfrýjun frá. Úrskurðir áfrýjunarnefndar verða ekki bornir undir annað stjórnvald. Ef aðilar máls óska að bera ákvörðun Einkaleyfastofunnar eða úrskurð áfrýjunarnefndar undir dómstóla ber þeim að höfða mál innan þriggja mánaða frá þeim degi sem Einkaleyfastofan tók ákvörðun sína eða áfrýjunarnefnd úrskurðaði í málinu. 1)L. 98/2009, 3. gr. 9. gr. [Efnahags- og viðskiptaráðherra]1) er heimilt að setja nánari reglur,2) m.a. um frágang umsókna og meðferð þeirra hjá Einkaleyfastofunni, um form skrárinnar og færslu, útgáfu skráningarskírteina og efni þeirra og meðferð andmælamála, svo og um gjöld fyrir umsóknir, endurnýjanir, afgreiðslur, endurrit, áfrýjanir o.fl. Gjöld skulu standa straum af kostnaði við rekstur Einkaleyfastofunnar vegna málefna sem tengjast félagamerkjum og við þjónustu sem veitt er, m.a. í tengslum við umsóknir og skráningu félagamerkja, útskriftir úr skrám, afgreiðslur og endurrit. 1)L. 98/2009, 3. gr. 2)Rg. 916/2001, sbr. 15/2003, 898/2003 og 1057/2007. Rg. 275/2008. 10. gr. Sá sem af ásetningi brýtur gegn félagamerkjarétti skal sæta sektum. Eftir atvikum getur refsing verið fangelsi í allt að þrjá mánuði. Sektir samkvæmt lögum þessum má gera jafnt lögaðila sem einstaklingi. Lögaðila má ákvarða sekt án tillits til þess hvort sök verður sönnuð á starfsmann lögaðilans. Hafi starfsmaður lögaðila framið brot á lögum þessum eða reglum settum samkvæmt þeim má einnig gera lögaðilanum sekt, enda sé brotið drýgt til hagsbóta fyrir lögaðilann eða hann hefur hagnast á brotinu. Lögaðili ber ábyrgð á greiðslu sektar sem starfsmaður hans er dæmdur til að greiða vegna brota á lögum þessum, enda séu brot tengd starfi hjá lögaðilanum. 11. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. … Með umsóknir sem berast Einkaleyfastofunni fyrir gildistöku laga þessara skal farið eftir eldri lögum.