عن الملكية الفكرية التدريب في مجال الملكية الفكرية إذكاء الاحترام للملكية الفكرية التوعية بالملكية الفكرية الملكية الفكرية لفائدة… الملكية الفكرية و… الملكية الفكرية في… معلومات البراءات والتكنولوجيا معلومات العلامات التجارية معلومات التصاميم الصناعية معلومات المؤشرات الجغرافية معلومات الأصناف النباتية (الأوبوف) القوانين والمعاهدات والأحكام القضائية المتعلقة بالملكية الفكرية مراجع الملكية الفكرية تقارير الملكية الفكرية حماية البراءات حماية العلامات التجارية حماية التصاميم الصناعية حماية المؤشرات الجغرافية حماية الأصناف النباتية (الأوبوف) تسوية المنازعات المتعلقة بالملكية الفكرية حلول الأعمال التجارية لمكاتب الملكية الفكرية دفع ثمن خدمات الملكية الفكرية هيئات صنع القرار والتفاوض التعاون التنموي دعم الابتكار الشراكات بين القطاعين العام والخاص أدوات وخدمات الذكاء الاصطناعي المنظمة العمل مع الويبو المساءلة البراءات العلامات التجارية التصاميم الصناعية المؤشرات الجغرافية حق المؤلف الأسرار التجارية أكاديمية الويبو الندوات وحلقات العمل إنفاذ الملكية الفكرية WIPO ALERT إذكاء الوعي اليوم العالمي للملكية الفكرية مجلة الويبو دراسات حالة وقصص ناجحة في مجال الملكية الفكرية أخبار الملكية الفكرية جوائز الويبو الأعمال الجامعات الشعوب الأصلية الأجهزة القضائية الموارد الوراثية والمعارف التقليدية وأشكال التعبير الثقافي التقليدي الاقتصاد المساواة بين الجنسين الصحة العالمية تغير المناخ سياسة المنافسة أهداف التنمية المستدامة التكنولوجيات الحدودية التطبيقات المحمولة الرياضة السياحة ركن البراءات تحليلات البراءات التصنيف الدولي للبراءات أَردي – البحث لأغراض الابتكار أَردي – البحث لأغراض الابتكار قاعدة البيانات العالمية للعلامات مرصد مدريد قاعدة بيانات المادة 6(ثالثاً) تصنيف نيس تصنيف فيينا قاعدة البيانات العالمية للتصاميم نشرة التصاميم الدولية قاعدة بيانات Hague Express تصنيف لوكارنو قاعدة بيانات Lisbon Express قاعدة البيانات العالمية للعلامات الخاصة بالمؤشرات الجغرافية قاعدة بيانات الأصناف النباتية (PLUTO) قاعدة بيانات الأجناس والأنواع (GENIE) المعاهدات التي تديرها الويبو ويبو لكس - القوانين والمعاهدات والأحكام القضائية المتعلقة بالملكية الفكرية معايير الويبو إحصاءات الملكية الفكرية ويبو بورل (المصطلحات) منشورات الويبو البيانات القطرية الخاصة بالملكية الفكرية مركز الويبو للمعارف الاتجاهات التكنولوجية للويبو مؤشر الابتكار العالمي التقرير العالمي للملكية الفكرية معاهدة التعاون بشأن البراءات – نظام البراءات الدولي ePCT بودابست – نظام الإيداع الدولي للكائنات الدقيقة مدريد – النظام الدولي للعلامات التجارية eMadrid الحماية بموجب المادة 6(ثالثاً) (الشعارات الشرفية، الأعلام، شعارات الدول) لاهاي – النظام الدولي للتصاميم eHague لشبونة – النظام الدولي لتسميات المنشأ والمؤشرات الجغرافية eLisbon UPOV PRISMA UPOV e-PVP Administration UPOV e-PVP DUS Exchange الوساطة التحكيم قرارات الخبراء المنازعات المتعلقة بأسماء الحقول نظام النفاذ المركزي إلى نتائج البحث والفحص (CASE) خدمة النفاذ الرقمي (DAS) WIPO Pay الحساب الجاري لدى الويبو جمعيات الويبو اللجان الدائمة الجدول الزمني للاجتماعات WIPO Webcast وثائق الويبو الرسمية أجندة التنمية المساعدة التقنية مؤسسات التدريب في مجال الملكية الفكرية الدعم المتعلق بكوفيد-19 الاستراتيجيات الوطنية للملكية الفكرية المساعدة في مجالي السياسة والتشريع محور التعاون مراكز دعم التكنولوجيا والابتكار نقل التكنولوجيا برنامج مساعدة المخترعين WIPO GREEN WIPO's PAT-INFORMED اتحاد الكتب الميسّرة اتحاد الويبو للمبدعين WIPO Translate أداة تحويل الكلام إلى نص مساعد التصنيف الدول الأعضاء المراقبون المدير العام الأنشطة بحسب كل وحدة المكاتب الخارجية المناصب الشاغرة المشتريات النتائج والميزانية التقارير المالية الرقابة
Arabic English Spanish French Russian Chinese
القوانين المعاهدات الأحكام التصفح بحسب الاختصاص القضائي

إيسلندا

IS106

عودة للخلف

Lög nr. 103 frá 14 júní 2006 um landmælingar og grunnkortagerð

 Lög nr. 103 frá 14 júní 2006 um landmælingar og grunnkortagerð

Lög um landmælingar og grunnkortagerð.

1. gr. Markmið.

Markmið laga þessara er að tryggja að ávallt séu til staðfræðilegar og landfræðilegar grunnupplýsingar um Ísland.

2. gr. Skilgreiningar.

Í lögum þessum er merking eftirtalinna orða og orðasambanda sem hér segir: Grunnkort: Staðfræðileg kortagögn sem notuð eru sem undirlag fyrir þau þemagögn sem

unnið er með hverju sinni, svo sem upplýsingar um gróður, skipulag eða jarðfræði. Grunn- kort eru í flestum tilfellum stafræn gögn sem hægt er að nota í landfræðilegum upplýsinga- kerfum. Grunnkort má einnig nota til að vinna afleidd kort til útgáfu, t.d. ferðakort og göngu- kort.

Hæðarkerfi: Net eða kerfi fastra hæðarmælipunkta, t.d. málmbolta, á yfirborði jarðar. Landfræðileg gagnasöfn: Söfn landupplýsinga sem yfirleitt eru geymd flokkuð á tölvu-

tæku formi og hægt er að setja fram með margs konar hætti á korti. Gögn eða upplýsingar í landfræðilegum gagnasöfnum eru flokkaðar eftir gerð í mismunandi þekjur.

Landshnitakerfi: Hnitakerfi með viðmiðun sem nær til alls landsins og samanstendur af mælistöðvum á yfirborði jarðar, t.d. málmboltum.

Landupplýsingar: Hvers kyns hnitsettar upplýsingar um fyrirbæri í umhverfinu, bæði náttúruleg og manngerð.

Viðmiðun: Kennistærðir sem lýsa legu, stefnu og kvarða landshnitakerfisins á jörðinni. Þekja: Ákveðin gerð eða flokkur landupplýsinga sem mynda eina heild í landfræðilegu

gagnasafni, t.d. vegaþekja eða vatnafarsþekja. Örnefni: Nafn, orð eða orðasamband, á landfræðilegum punkti, línu eða svæði sem hægt

er að setja á landakort og vísar til eins ákveðins staðar innan ákveðins samfélags; lands, héraðs, sveitabæjar, þéttbýlisstaðar, húss, götu, torgs, vegar, fjalls, dals, stöðuvatns, fjarðar, hafsvæðis, skers, miðs o.s.frv.

2

3. gr. Landmælingar Íslands.

Landmælingar Íslands eru ríkisstofnun undir yfirstjórn umhverfisráðherra. Aðsetur Land- mælinga Íslands er á Akranesi. Hlutverk stofnunarinnar er að vinna að verkefnum sem til- greind eru í 4. gr.

Ráðherra skipar forstjóra Landmælinga Íslands til fimm ára í senn. Forstjóri skal hafa háskólamenntun og reynslu af stjórnun.

Forstjóri fer með stjórn stofnunarinnar, mótar stefnu í störfum hennar og ber ábyrgð á fjárhagslegum rekstri hennar. Forstjóri ræður starfsmenn stofnunarinnar.

4. gr. Verkefni Landmælinga Íslands.

Verkefni Landmælinga Íslands samkvæmt lögum þessum eru: 1. Að vera umhverfisráðuneytinu til ráðuneytis á fagsviðum sem stofnunin starfar á sam-

kvæmt lögum þessum og varðandi stefnumótun á sviði landmælinga og opinberrar grunnkortagerðar.

2. Uppbygging og viðhald viðmiðana og aðgengilegs landshnitakerfis og hæðarkerfis fyrir allt Ísland.

3. Að hafa frumkvæði að gerð og notkun staðla á sviði landupplýsinga. 4. Gerð, viðhald og miðlun á eftirtöldum stafrænum þekjum í mælikvarðanum 1:50.000 og

miðlun þeirra í minni mælikvarða: a. Vatnafar. b. Yfirborð. c. Vegir og samgöngur. d. Örnefni, í samráði við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. e. Stjórnsýslumörk. f. Mannvirki. g. Hæðarlínur og hæðarpunktar.

5. Að veita aðgang að gögnum sem stofnunin varðveitir í gagnasöfnum sínum, sbr. 6. gr. 6. Skráning og miðlun upplýsinga um landfræðileg gagnasöfn af Íslandi. 7. Að eiga faglegt samstarf við háskóla, stofnanir, fyrirtæki og alþjóðleg samtök í samræmi

við verkefni stofnunarinnar.

5. gr. Höfundaréttur.

Ríkið er eigandi að öllum réttindum sem Landmælingar Íslands hafa öðlast. Stofnunin gætir hagsmuna ríkisins á sviði höfunda- og afnotaréttar á öllu því efni sem hún

hefur eignast, unnið eða gefið út í sambandi við mælingar, kort eða myndir af Íslandi. Um höfundarétt gilda að öðru leyti höfundalög, nr. 73/1972, með síðari breytingum.

6. gr. Miðlun upplýsinga og afnotaréttur.

Landmælingar Íslands miðla upplýsingum og veita aðgang að gögnum sem eru í vörslu stofnunarinnar við gildistöku laga þessara auk þeirra gagna sem falla undir 2., 4. og 6. tölul. 4. gr., enda brjóti afhending þeirra ekki gegn lögvernduðum rétti þriðja aðila. Ef um er að ræða frumgögn sem eiga uppruna utan stofnunar skal samið um frekari dreifingu við upp- runaaðila.

3

Heimilt er að veita afnotarétt af öllum upplýsingum á sviði landmælinga og kortagerðar sem getið er í 1. mgr. og eru í vörslu Landmælinga Íslands að því tilskildu að uppruna sé getið og að áreiðanleiki upplýsinga sé tryggður.

7. gr. Fjármögnun.

Kostnaður við starfrækslu Landmælinga Íslands greiðist af fjárveitingum úr ríkissjóði samkvæmt fjárlögum. Landmælingar Íslands afla sér enn fremur tekna á eftirfarandi hátt: 1. Með sölu á afnotum af efni í vörslu stofnunarinnar og framleiðslu sem nýtur höfunda-

réttar ríkisins, sbr. 5. og 6. gr. 2. Með sölu á sérhæfðri þjónustu við vinnslu og afgreiðslu gagna sem eru í vörslu stofnun-

arinnar við gildistöku laga þessara auk þeirra gagna sem falla undir 4. tölul. 4. gr. 3. Með þjónustugjöldum fyrir afgreiðslu gagna, svo sem ljósritun eða aðra afritun, fjöl-

földun og dreifingu. Gjöld skulu ákvörðuð í gjaldskrá sem ráðherra staðfestir og skal birta hana í B-deild

Stjórnartíðinda. Gjaldskrá skal taka mið af kostnaði við þjónustu og framkvæmd einstakra verkefna þannig að mætt sé öllum þeim kostnaði sem af því hlýst.

8. gr. Skylt er að heimila þá för um landareign og uppsetningu mælingapunkta sem nauðsynleg

getur talist við framkvæmd laga þessara. Ber að sýna landeiganda tillitssemi og valda ekki ónæði að þarflausu.

9. gr. Ráðherra setur nánari reglur um framkvæmd laga þessara.

10. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2007. Frá sama tíma falla úr gildi lög nr. 95/1997, um

landmælingar og kortagerð, með síðari breytingum.

Ákvæði til bráðabirgða. Fyrir 1. janúar 2007 skal bjóða út lager prentaðra korta og geisladiska Landmælinga

Íslands og réttindi honum tengd. Þó skal ekki bjóða út réttindi til korta og tengds hugbúnaðar sem upprunnin eru hjá öðrum aðilum en Landmælingum Íslands nema með leyfi rétthafa.

Samþykkt á Alþingi 3. júní 2006.