关于知识产权 知识产权培训 树立尊重知识产权的风尚 知识产权外联 部门知识产权 知识产权和热点议题 特定领域知识产权 专利和技术信息 商标信息 工业品外观设计信息 地理标志信息 植物品种信息(UPOV) 知识产权法律、条约和判决 知识产权资源 知识产权报告 专利保护 商标保护 工业品外观设计保护 地理标志保护 植物品种保护(UPOV) 知识产权争议解决 知识产权局业务解决方案 知识产权服务缴费 谈判与决策 发展合作 创新支持 公私伙伴关系 人工智能工具和服务 组织简介 与产权组织合作 问责制 专利 商标 工业品外观设计 地理标志 版权 商业秘密 WIPO学院 讲习班和研讨会 知识产权执法 WIPO ALERT 宣传 世界知识产权日 WIPO杂志 案例研究和成功故事 知识产权新闻 产权组织奖 企业 高校 土著人民 司法机构 遗传资源、传统知识和传统文化表现形式 经济学 性别平等 全球卫生 气候变化 竞争政策 可持续发展目标 前沿技术 移动应用 体育 旅游 PATENTSCOPE 专利分析 国际专利分类 ARDI - 研究促进创新 ASPI - 专业化专利信息 全球品牌数据库 马德里监视器 Article 6ter Express数据库 尼斯分类 维也纳分类 全球外观设计数据库 国际外观设计公报 Hague Express数据库 洛迦诺分类 Lisbon Express数据库 全球品牌数据库地理标志信息 PLUTO植物品种数据库 GENIE数据库 产权组织管理的条约 WIPO Lex - 知识产权法律、条约和判决 产权组织标准 知识产权统计 WIPO Pearl(术语) 产权组织出版物 国家知识产权概况 产权组织知识中心 产权组织技术趋势 全球创新指数 世界知识产权报告 PCT - 国际专利体系 ePCT 布达佩斯 - 国际微生物保藏体系 马德里 - 国际商标体系 eMadrid 第六条之三(徽章、旗帜、国徽) 海牙 - 国际外观设计体系 eHague 里斯本 - 国际地理标志体系 eLisbon UPOV PRISMA UPOV e-PVP Administration UPOV e-PVP DUS Exchange 调解 仲裁 专家裁决 域名争议 检索和审查集中式接入(CASE) 数字查询服务(DAS) WIPO Pay 产权组织往来账户 产权组织各大会 常设委员会 会议日历 WIPO Webcast 产权组织正式文件 发展议程 技术援助 知识产权培训机构 COVID-19支持 国家知识产权战略 政策和立法咨询 合作枢纽 技术与创新支持中心(TISC) 技术转移 发明人援助计划(IAP) WIPO GREEN 产权组织的PAT-INFORMED 无障碍图书联合会 产权组织服务创作者 WIPO Translate 语音转文字 分类助手 成员国 观察员 总干事 部门活动 驻外办事处 职位空缺 采购 成果和预算 财务报告 监督
Arabic English Spanish French Russian Chinese
法律 条约 判决 按管辖区浏览

冰岛

IS029

返回

Lög um norræna vitnaskyldu (Lög nr. 82 frá 31. maí 1976)

 Microsoft Word - 2014 04(IS029_Lög um norræna vitnaskyldu)

Lög um norræna vitnaskyldu

1976 nr. 82 31. maí

Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga.

Tóku gildi 1. júlí 1998, sbr. augl. 266/1998. Breytt með l. 19/1991 (tóku gildi 1. júlí 1992 nema 1. og 3. mgr. 29. gr. sem tóku gildi 17. apríl 1991), l. 91/1991 (tóku gildi 1. júlí 1992), l. 88/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009 nema brbákv. VII sem tók gildi 21. júní 2008), l. 162/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011) og l. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við innanríkisráðherra eða innanríkisráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

1. gr. Hinir almennu dómstólar geta kvatt menn, sem orðnir eru 18 ára og búsettir eru eða dveljast í Danmörku, Finnlandi, Noregi eða Svíþjóð, til vitnisburðar fyrir dómi hér á landi.

Við yfirheyrslur skal fara eftir ákvæðum …1) laga …1) um meðferð einkamála …2) eða …1)

laga …1) um meðferð [sakamála],3) nema annað leiði af 2.–8. gr. þessara laga. 1)L. 19/1991, 194. gr. 2)L. 91/1991, 161. gr. 3)L. 88/2008, 234. gr.

2. gr. Vitnastefnu má því aðeins gefa út, að telja verði, að vitnisburður kunni að hafa verulega þýðingu fyrir úrslit máls, og það hafi verulega þýðingu, að vitni beri vætti fyrir dómi hér á landi.

Við mat á þessu ber að taka tillit til þess, hversu mikilvægt málið er og hvort þingsókn muni hafa veruleg óþægindi í för með sér fyrir vitni.

Einungis í undantekningartilvikum verður vitni stefnt til að bera vætti fyrir öðrum dómstóli en þeim, er dæma skal málið.

3. gr. Hlutaðeigandi dómstóll gefur út vitnastefnur. Í stefnu skal geta stefnufrests og hvaða viðurlögum megi beita, ef vitni mætir ekki. Dómstóllinn

ákveður stefnufrest.

4. gr. Í einkamálum getur dómstóll …1) skyldað vitni til að hafa með sér og sýna eða leggja fram skjöl, sem vitnið hefur ráð yfir.

Í refsimálum getur dómstóll …2) skyldað vitni, svo og þann, sem brotið er gegn í refsimáli, til að hafa með sér til sýningar eða framlagningar sakargögn, sem vitnið hefur ráð yfir.

Ef unnt er, skal gefa vitni tækifæri til að tjá sig, áður en úrskurðað er um skyldu þess til að leggja fram skjal.

Nú lætur vitni undir höfuð leggjast, án lögmætra ástæðna, að hafa með sér skjal, og verður þá

einungis beitt þeim viðurlögum, sem [mælt er um í lögum um meðferð einkamála].1)

Beita skal ákvæðum 1. mgr. 5. gr. þessara laga eftir því sem við á. 1)L. 91/1991, 161. gr. 2)L. 19/1991, 194. gr.

5. gr. Eigi verður vitni krafið vættis, ef það bryti í bága við ákvæði …1) laga …1) um meðferð einkamála …2) eða ákvæði …1) laga …1) um meðferð [sakamála],3) eða sams konar ákvæði í því landi, þar sem vitni er búsett.

Í [sakamálum]3) (refsimálum) má kveðja þann, sem brotið hefur verið gegn, fyrir rétt til yfirheyrslu skv. ákvæðum þessara laga. Ef þeir, sem brotið er gegn, eru búsettir í Finnlandi eða Svíþjóð, verða þeir ekki beittir viðurlögum, þótt þeir neiti að bera vitni, og eigi verður þeim heldur refsað fyrir rangan framburð.

1)L. 19/1991, 194. gr. 2)L. 91/1991, 161. gr. 3)L. 88/2008, 234. gr.

6. gr. Ef vitni sem ekki dvelst hér á landi, mætir ekki án lögmætra forfalla, eða boðar ekki forföll í tæka tíð, getur dómstóll aðeins dæmt það í sektarrefsingu og til að greiða þann kostnað, sem útivist þess hefur haft í för með sér.

7. gr. Meðan vitni dvelst hér á landi til að fullnægja vitnaskyldu samkvæmt ákvæðum þessara laga, verður það ekki látið sæta ábyrgð fyrir refsiverðan verknað, sem það hefur framið fyrir för sína hingað til lands. Eigi verður það heldur framselt til þriðja lands í þessu skyni.

Þessi regla gildir þó ekki, ef vitni gefur í réttarhaldi samþykki sitt til ákæru, afplánunar refsingar eða til framsals, eða ef vitni dvelst meira en 15 daga hér á landi eftir að hafa fullnægt vitnaskyldu, enda hafi það óhindrað getað farið úr landi.

8. gr. [Ráðherra]1) setur reglur2) um greiðslur til vitna, sem stefnt er til vitnisburðar samkvæmt ákvæðum þessara laga.

Um leið og vitnastefna er birt, ber að bjóða vitni þær greiðslur, sem það á rétt á til að standa straum af ferða- og dvalarkostnaði, eða hæfilega fyrirframgreiðslu í þessu skyni.

Greiðslur þessar skulu inntar af hendi fyrir fram af almannafé. 1)L. 126/2011, 71. gr. 2)Rg. 267/1998.

9. gr. Ákvæðum 1.–7. gr. þessara laga skal beita eftir því sem við á gagnvart aðiljum í barnsfaðernismálum og í hjúskaparmálum, ef dómur telur brýna nauðsyn til þess að yfirheyra aðilja til þess að ákveða hvoru foreldri beri forræði barns.

Dómur getur ákveðið, að aðiljum þessum sé greitt í samræmi við ákvæði 8. gr.

10. gr. Beita skal ákvæðum 4. gr., 5. gr. og 7. gr. gagnvart þeim, er mæta óstefndir sem vitni eða aðiljar í þeim málum, sem getið er í 9. gr.

11. gr. Þeir, sem orðnir eru 18 ára gamlir og hafa búsetu hér á landi eða dveljast hér eða í Danmörku, Finnlandi, Noregi eða Svíþjóð, eru skyldugir til að gefa skýrslu fyrir rétti í þessum löndum í samræmi við þær reglur, sem um þetta gilda í hlutaðeigandi landi.

Sama regla gildir um þá, sem dveljast hér á landi, en hafa búsetu í Danmörku, Finnlandi, Noregi eða Svíþjóð.

12. gr. Sé þess krafist, má hér á landi fullnægja dómi, sem gerir manni að greiða skaðabætur vegna útivistar eða annarrar vanrækslu, enda sé dómurinn kveðinn upp í Danmörku, Finnlandi, Noregi eða Svíþjóð samkvæmt lögum hlutaðeigandi lands um norræna vitnaskyldu.

Við fullnustu á dómum þessum eða úrskurðum skal fara eftir ákvæðum í samningi milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um viðurkenningu dóma og fullnægju þeirra frá 16. mars 1932, sbr. lög nr. 30 23. júní 1932.

13. gr. [Ráðherra]1) ákveður, hvenær lög þessi taka gildi. Ákveða má, að lög þessi taki einungis gildi gagnvart einu eða fleirum þeirra landa, sem upp eru talin í 1. gr.2)

1)L. 162/2010, 108. gr. 2)Lögin tóku gildi gagnvart Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð þann 1. júlí 1998, sbr. augl. 266/1998.